Ósk Heiða nýr markaðsstjóri Íslandspósts

Ósk Heiða Sveinsdóttir, nýr markaðsstjóri Íslandspósts.
Ósk Heiða Sveinsdóttir, nýr markaðsstjóri Íslandspósts. Ljósmynd/Aðsend

Ósk Heiða Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts og hefur hún þegar hafið störf. Síðast starfaði Ósk sem markaðsstjóri Trackwell, þar á undan var hún markaðsstóri Krónunnar og Íslandshótela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

Ósk er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Ósk Heiða er gift Magnúsi Frey Smárasyni, rafmagnsverkfræðingi hjá Eflu og eiga þau tvö börn.

Í tilkynningunni er haft eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts, að frábært sé að fá Ósk til liðs við fyrirtækið vegna reynslu hennar á sviði markaðsmála. „Við þurfum að bæta þjónustu til viðskiptavina og ekki síst að koma réttum skilaboðum áleiðis á réttum tíma. Ég er þess fullviss um að Ósk verður frábær liðsstyrkur í þau verkefni,“ er haft eftir Sesselíu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK