Metfjöldi hjá Kompaní í fyrra

Frá ráðstefnu Kompanís í dag.
Frá ráðstefnu Kompanís í dag. Eggert Jóhannesson

Markaðsráðstefna Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins, hófst í dag og stendur yfir dagana 1. til 3. október, en um er að ræða níunda árið sem Kompaní heldur þessa ráðstefnu.

Morgunblaðið býður völdum fyrirtækjum á ráðstefnuna ár hvert en í ár verður áhersla lögð á það hvernig hámarka megi árangur og auka megi sölu með skipulögðum og sýnilegum auglýsingum. 

Aðalfyrirlesarinn í ár er Craig McNerlin, sem hefur í mörg ár starfað við það að byggja upp öflug sölu- og markaðsteymi, m.a. hjá Michelin Tyres, en nú hefur hann snúið sér að stafrænni markaðssetningu og fór í framhaldinu að vinna með Google og Facebook að greina hvernig eigendur minni og meðalstóra fyrirtækja í Evrópu geta nýtt sér vaxandi tækifæri markaðssetningar á netinu. 

Almenningur treystir hefðbundnum miðlum

Að sögn Silju Jóhannesdóttur, sölustjóra markaðsdeildar Árvakurs, mun McNerlin greina frá fróðlegum niðurstöðum úr rannsóknum sem snúa að vörumerkjum og vörumerkjavitund.

Silja Jóhannesdóttir.
Silja Jóhannesdóttir.

„Hann mun greina frá mjög fróðlegum niðurstöðum úr rannsóknum sem sýna það að raunar að hefðbundnir fréttafjölmiðlar eru það sem almenningur treystir best á og að þeir séu best til þess fallnir að byggja upp vörumerki og vörumerkjavitund,“ segir Silja.

Að sögn Silju hefur verið vel mætt á ráðstefnuna en Kompaní klúbburinn hefur vaxið mjög undanfarin ár.

Hátt hlutfall endurnýjar aðild

„Það var metfjöldi í klúbbnum hjá okkur í fyrra og nú þegar hafa fjórir af hverjum fimm klúbbmeðlimum endurnýjað aðildina í klúbbinn. Það er sá gæðastimpill sem við lítum á þegar við metum hvort við séum að standa okkur gagnvart okkar viðskiptavinum,“ segir Silja í samtali við mbl.is.

„Það hátt hlutfall meðlima sem er búið að vera með okkar frá upphafi sem segir sitt um ágæti klúbbsins. Lítil og meðalstór fyrirtæki treysta mjög á utanumhaldið sem við bjóðum þeim upp á og það hefur verið að reynast þeim mjög vel. Markaðsfulltrúarnir okkar á auglýsingadeild Árvakurs hafa orðið mjög mikla reynslu á þessu sviði,“ segir Silja.

Kompaní klúbburinn heldur fjóra fræðslufundi á ári sem eingöngu og eru í boði fyrir meðlimi.

„Þá bjóðum við meðlimum að koma til okkar upp í Hádegismóa, fá sér góðan morgunmat, hluta á flottan fyrirlesara og þá gefst meðlimum tækifæri til að styrkja tenglanetið sitt. Þessi fundir hafa algjörlega slegið í gegn hjá okkur og er vanalega fullt hús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK