Geta lagt tolla á vörur að andvirði 7,5 milljarða dollara

Tolladeilan snýr að ólöglegum greiðslum ESB og bandarískra yfirvalda til …
Tolladeilan snýr að ólöglegum greiðslum ESB og bandarískra yfirvalda til flugvélaframleiðendanna Airbus og Boeing. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa fengið græna ljósið á að setja innflutningstolla á vörur frá Evrópusambandinu að andvirði 7,5 milljarða dollara.

BBC segir þetta vera síðustu vendingar í 15 ára deilu milli Bandaríkjanna og ESB vegna ólöglegra niðurgreiðslna til flugvélaframleiðendanna Airbus og keppinautarins Boeing.

Segir BBC að úrskurður Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (WTO)  í dag geti falið í sér innflutningstolla á jafn ólíka vöruflokka og flugvélaíhluti, lúxusvarning og skelfisk.

Ráðamenn ESB hafa hins vegar sagt slíka tolllagningu vera bæði skammsýna og eyðileggjandi.

Bandarísk stjórnvöld höfðu áður lýst yfir vilja til að leggja innflutningstolla á evrópskan varning að andvirði 11 milljarða dollara fyrir ólöglegar niðurgreiðslur til Airbus, en sú upphæð var lækkuð af WTO.

BBC segir deiluaðila enn bíða svara WTO yfir hver leyfileg andsvör ESB vegna máls sem sambandið höfðaði gegn bandarískum stjórnvöldum vegna ólöglegra niðurgreiðslna til Boeing verði. Er búist við að viðskiptastofnunin úrskurði í því máli á næsta ári.

Ráðamenn ESB hafa hins vegar sagt að deiluaðilar ættu að reyna að ná sáttum. „Ákveði Bandaríkin hins vegar að setja á tollana sem WTO samþykkti sem gagnráðstöfum, þá mun það setja ESB í þá stöðu a við eigum ekki annars kost en að gera það sama,“ sagði í yfirlýsingu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Guillaume Faury, forstjóri Airbus, hefur einnig hvatt til þess að lausna verði leitað.

Innflutningstollarnir væru „hindrun gegn viðskiptafrelsi og hefðu neikvæð áhrif, ekki bara á bandarísk flugfélög heldur líka á bandarísk störf, birgja og ferðamenn.“

Segir Airbus um 40% íhluta í vélar sínar koma frá bandarískum fyrirtækjum og fyrirtækið styðji þar með við 275.000 störf í 40 ríkjum Bandaríkjanna.

Tolladeilan vegna flugfélaganna er óháð viðskiptadeilum Donald Trump Bandaríkjaforesta við ríki víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK