Nikkei á niðurleið

AFP

Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 2% í kauphöllinni í Tókýó í dag en lækkunin er rakin til slæmra tíðinda úr bandarísku efnahagslífi. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 1,86% á Wall Street í gærkvöldi, Nasdaq lækkaði um 1,56% og S&P um 1,79%. 

Óttast er að samdráttur sé á leið inn í bandarískt efnahagslíf og benda nýlegar tölur um ný störf og atvinnuleysi til þess. Ekki bætir úr skák tollastríð Bandaríkjanna við önnur ríki. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK