Gámaþjónustan verður Terra

Gámaþjónustan heitir frá deginum í dag Terra.
Gámaþjónustan heitir frá deginum í dag Terra. Ljósmynd/Aðsend

Gámaþjónustan, Gámaþjónusta Norðurlands, Efnamóttakan og Hafnarbakki skipta um nafn í dag og heita héðan í frá Terra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra. Þar segir að Terra sé latneskt heiti jarðargyðjunnar og eitt af nöfnum heimkynna okkar og eigi vel við þar sem allt starf fyrirtækisins snúi að bættri umgengni við jörðina.

Nýtt merki félagsins byggir á hringformi sem vísar til jarðarinnar, auk þess sem þar birtist spírað fræ: tákn sjálfbærni og endurnýjunar til framtíðar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK