Kröfu fyrrverandi forstjóra Eimskips vísað frá

Gylfi Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Eimskips.
Gylfi Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Eimskips. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá kröfu Gylfa Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra Eimskipafélags Íslands, um að rannsókn héraðssaksóknara á hendur honum verði hætt. Gylfi mun vísa niðurstöðunni til Landsréttar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eimskipum. 

Í maí síðastliðnum barst Eimskipum bréf frá lögmanni Gylfa þar sem hann krefst þess að rannsókn lög­regl­unn­ar á kæru Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá ár­inu 2014 verði hætt. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur haft mál­efni Eim­skips sam­fellt til rann­sókn­ar síðan 2010 eða í rúm­lega níu ár.

Aðal­kröfu sína reis­ir Gylfi á því að rann­sókn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hafi ekki haf­ist með lög­mæt­um hætti. Rann­sókn héraðssak­sókn­ara sé af­leiðing af rann­sókn Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem sé slík­ur ágalli að hún sé ólög­mæt og að hana beri að fella niður.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK