Vaxtalækkun til skoðunar

Fulltrúar Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans meta nú hvort svigrúm sé til vaxtalækkana eftir vaxtalækkun Seðlabankans. Seðlabankinn lækkaði meginvexti um 0,25% í síðustu viku. Lífskjarasamningarnir voru undirritaðir í byrjun apríl og hafa meginvextir síðan lækkað úr 4,5% í 3,25%.

Eitt meginmarkmið kjarasamningsins var að stuðla að vaxtalækkun. Forystumenn ASÍ og VR telja hins vegar að bankarnir hafi ekki skilað lækkunum til lántaka. Rætt er um að stofna samfélagsbanka.

Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, segir háar álögur á bankana þrengja að svigrúmi þeirra til vaxtalækkana. Með lægri álögum væri jafnvel hægt að lækka vexti af íbúðalánum um 1%.

Um 5 milljónir á starfsmann

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag rifjar Yngvi Örn upp að eftir efnahagshrunið 2008 hafi verið lagðir á þrír nýir skattar á banka. Vísar hann þar til bankaskatts, fjársýsluskatts og viðbótarskatts á hagnað banka. Alls hafi þeir kostað bankana um 15 milljarða á ári. Hvert starf í bönkum kosti að meðaltali um 10 milljónir á ári. Þumalfingursreglan sé því að sértæku skattarnir kosti um fimm milljónir króna á hvert starf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK