Brim og Krónan verðlaunuð fyrir umhverfismál

Torfi Torfi Þ. Þorsteinsson, forstöðumaður samfélagstengsla Brims, Ragna Sara Jónsdóttir, …
Torfi Torfi Þ. Þorsteinsson, forstöðumaður samfélagstengsla Brims, Ragna Sara Jónsdóttir, formaður valnefndar Umhverfisverðlauna atvinnulífsins, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Ingólfur Steingrímsson, forstöðumaður innkaupa og rekstrareftirlits Brims og Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur SFS í umhverfismálum. Ljósmynd/Aðsend

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag. Þar hlaut Brim verðlaun sem umhverfisfyrirtæki ársins og Krónan verðlaun fyrir framtak á sviði umhverfismála.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin.

Í tilkynningu vegna verðlaunanna segir að Brim hafi tekið umhverfismálin föstum tökum, leggi áherslu á samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfinu og hafi unnið að því að kortleggja áhrif og ábyrgð félagsins, sett sér markmið og mælikvarða til að mæla árangur.

Viðurkenningu fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála fær Krónan fyrir að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og sýna frumkvæði með nýjum verkefnum til að draga úr sóun og umhverfisáhrifum fyrirtækisins.

Tilkynning á vef SA

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK