Gestastofa Grænu smiðju ORF Líftækni opnuð í Grindavík

Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, …
Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ljósmynd/Aðsend

Gestastofa Grænu smiðju ORF Líftækni hefur verið formlega opnuð í Grindavík. Græna smiðjan er vistvænt 2000 fermetra hátækni gróðurhús sem nýtir jarðvarma, íslenskan vikur og hreint, íslenskt vatn til þess að rækta byggplöntur, en hún getur hýst allt að 130 þúsund byggplöntur á sama tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

„ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða sérvirk prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Prótein þessi eru notuð sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu. 

„Með gestastofunni verður til nýr valkostur fyrir ferðamenn og aðra á svæðinu, bæði til þess að kynna sér vistvænt gróðurhús sem nýtir jarðvarma til framleiðslu og afrakstur íslensks hugvits og nýsköpunar. Við erum virkilega stolt af Grænu smiðjunni og hlökkum til að kynna hana frekar fyrir bæði erlendum ferðamönnum og Íslendingum.“ Þetta er haft eftir Frosta Ólafssyni, forstjóra ORF Líftækni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, opnaði gestastofuna formlega. 

Gestastofa Grænu smiðju ORF Líftækni.
Gestastofa Grænu smiðju ORF Líftækni. Ljósmynd/Aðsend
Gestastofa í Grænu smiðju ORF Líftækni í Grindavík.
Gestastofa í Grænu smiðju ORF Líftækni í Grindavík. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK