Kókflöskur úr plasti úr hafinu

Fyrsta flaskan úr endurunnu plasti úr hafinu
Fyrsta flaskan úr endurunnu plasti úr hafinu

Coca-Cola kynnti á fimmtudag síðastliðinn fyrstu 300 flöskur sögunnar sem hafa verið búnar til með notkun plasts úr hafinu. Markmiðið var að sýna fram á að hægt er að endurnýta plast sem ratað hefur í sjóinn. Um er að ræða lið í stefnu Coca-Cola Western Europe um að auka verulega nýtingu endurunnins efnis og er markmiðið að árið 2025 verði 50% af efni í flöskum félagsins úr endurunnu plasti auk þess að allar umbúðir félagsins verði að fullu endurvinnanlegar.

Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola (CCEP) á Íslandi, segir miklum árangri náð nú þegar, en 25% af plastinu í flöskum félagsins hér á landi eru endurunnið efni. „Við komum til með að auka það jafnt og þétt upp í 50% árið 2023 og vonandi nær tæknin því stigi að plastflöskur verði 100% endurunnar. Plastflöskur sem innihalda endurunnið plast nefnast rPet og er það markmið okkar að plastflöskur sem við framleiðum verði hluti af hringrás,“ segir hann og bendir á að CCEP er eini framleiðandi rPet-flaskna hér á landi. Markaðsstjórinn bætir við að fyrirtækið hafi á síðasta ári létt tappana um 18% sem sparar CCEP á Íslandi um 5,8 tonn af plasti á ári. Áður hafði fyrirtækið breytt efsta hluta plastflöskunnar og þannig minnkað plastnotkun um 6 til 14% við gerð flasknanna.Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK