Samið um starfslok forstjóra

Sveinn Guðmundsson er stjórnarformaður SÍBS.
Sveinn Guðmundsson er stjórnarformaður SÍBS. Haraldur Jónasson/Hari

Samið var um starfslok við Birgi Gunnarsson, þáverandai forstjóra Reykjalundar, í lok september. Starfandi forstjóri Reykjalundar nú er Sveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS.

„Stjórn SÍBS vill þakka Birgi Gunnarssyni fyrir gott starf á Reykjalundi s.l. 13 ár og óskar honum allra heilla og farsældar til framtíðar.

Að gefnu tilefni vegna fréttaflutnings skal skýrt tekið fram af hálfu stjórnar SÍBS að í aðdraganda starfslokanna var ekkert saknæmt sem bar að af hálfu forstjórans. Innihald starfslokasamnings er trúnaðarmál. Kostnaður sem hlýst af starfslokum forstjórans er ekki greiddur úr sjóði SÍBS. Stjórn SÍBS vísar á bug óvönduðu[m] fréttaflutningi um starfslokin á fréttamiðlinum Hringbraut og harmar óviðeigandi og meiðandi myndbirtingu af forstjóranum.

Næstu skref er varða stjórnun á Reykjalundi verða tilkynnt innan tíðar,“ segir í tilkynningu frá SÍBS.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK