Féllst ekki á að rannsóknin væri ólögmæt

Ljósmynd/Eimskip

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá þeirri kröfu Eimskips að dómstóllinn úrskurðaði að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði Eimskips og Samskipa væri ólögmæt og að henni skyldi þar af leiðandi hætt. Við uppkvaðningu úrskurðarins lýsti lögmaður Eimskips því yfir að fyrirtækið hygðist taka sér frest til að ákveða hvort úrskurðurinn yrði kærður til Landsréttar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.

Enn fremur kemur fram að rannsókn Samkeppniseftirlitsins beinist að því hvort Eimskip og Samskip og dótturfélög hafi haft með sér ólögmætt samráð á mörkuðum fyrir sjóflutninga, flutningsmiðlun og landflutninga og brotið þannig gegn 10. grein samkeppnislaga og 53. grein EES-samningsins. Í tengslum við rannsóknina gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá fyrirtækjunum 10. september 2013 og aftur hjá Eimskipi 4. júní 2014. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK