795 milljóna hagnaður Guide to Iceland

Hagnaður Guide to Iceland nam 795 milljónum króna í fyrra, …
Hagnaður Guide to Iceland nam 795 milljónum króna í fyrra, eftir skatta. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 795 milljónir króna eftir skatta í fyrra miðað við 690 milljóna króna hagnað árið 2017. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Velta félagsins í fyrra nam rúmlega 6,7 milljörðum samanborið við rúmlega 4,8 milljarða árið áður.

Rekstrartekjur félagsins námu 1,9 milljörðum króna samanborið við tæplega 1,5 milljarða króna árið áður.

Hagnaður Guide to Iceland fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði (EBITDA) nam rúmum einum milljarði króna miðað við 832 milljónir króna árið áður.

563 milljóna króna arðgreiðsla

Stjórn félagsins hefur ákveðið að greiða hluthöfum arð að andvirði 563 milljónir króna á árinu 2019.

„Árið 2018 reyndist okkur hagkvæmt en hagnaður af rekstri félagsins nam um 973 milljónum króna og jókst um tæpar 200 milljónir. Hreinn hagnaður ársins eftir skatta var 795 milljónir og jókst um rúmar rúmar 100 milljónir króna. Eignir félagsins nema rúmlega 3,9 milljörðum og eiginfjárhlutfallið stendur nú í 72%. Stjórn félagsins ákvað að greiða 563 milljónir í arð. Því til viðbótar má taka fram að um síðustu áramót námu fyrirfram innheimtar tekjur, sem koma inn í veltu ársins 2019, rúmlega 1,2 milljörðum,“ Xiaochen Tian, framkvæmdastjóri Guide to Iceland:

„Rúmlega tveggja milljarð króna fjárfesting frá ameríska lífeyrissjóðnum General electrics pension trust hefur gert okkur kleift að standa af okkur versnandi efnahagsástand á Íslandi og öllum helstu hagkerfum heims, ásamt því að leggja grunn að sókn félagsins á aðra markaði. Fjárfesting okkar í hugbúnaði og sjáfvirknivæðingu hefur skilað sér í vöru sem gerir okkur kleift að keppa alþjóðlega en fjárfestingin, sem kom í gegnum State Street Global Advisors, er til marks um það. Við ætlum okkur stóra hluti og erum viss um að íslenskt hugvit muni leggja land undir fót á komandi árum,“ Xiaochen Tian enn fremur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK