Cintamani flytur úr Bankastræti

Verslun Cintamani flytur úr húsnæði sínu í Bankastræti um mánaðamótin.
Verslun Cintamani flytur úr húsnæði sínu í Bankastræti um mánaðamótin. mbl.is/Pétur Hreinsson

Verslun íslenska fataframleiðandans Cintamani í Bankastræti verður lokað um mánaðamótin og hyggst verslunin flytja sig ofar, og á Laugaveg. Þetta staðfesti Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri verslunarinnar, við Morgunblaðið en hún vildi ekki gefa það upp að svo stöddu hvert nákvæmt heimilisfang hinnar nýju staðsetningar væri.

„Húsnæðið er allt of stórt og húsaleigan allt of há,“ segir Dagný aðspurð hvers vegna fyrirtækið tók ákvörðunina um að flytja úr Bankastræti en núna er rýmingarsala í gangi og allt á 50% afslætti í búðinni. Segir hún nýja húsnæðið minna og hentugra.

„Við erum að opna minni búð og afslátturinn er til þess gerður að auðvelda okkur flutninga,“ segir Dagný.

Cintamani tapaði 127 milljónum króna á rekstrarárinu 2017 og segir Dagný að eftir að hún tók við á ný sem framkvæmdastjóri hafi hún þurft að hagræða vel í rekstri félagsins.

„Síðustu tvö ár hafa ekki verið nægilega góð hjá okkur,“ segir Dagný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK