Fasteignamarkaður mögulega að glæðast

Um var að ræða líflegasta septembermánuð á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins frá …
Um var að ræða líflegasta septembermánuð á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins frá því árið 2015, en 680 kaupsamningum var þinglýst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vísbendingar eru um að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér eftir mikla kyrrstöðu undanfarið, samkvæmt hagfræðideild Landsbankans.

Í nýrri Hagsjá bankans er fjallað um nýjar tölur Þjóðskrár Íslands um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu, en það hækkaði um 0,6% á milli ágúst og september. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,7% og og verð á sérbýli um 0,3%.

Ekki hefur orðið meiri hækkun á milli mánaða síðan í nóvember í fyrra og segir hagfræðideild Landsbankans að verðhækkanir síðustu tveggja mánaða og fjöldi fasteignaviðskipta í september bendi til þess að markaðurinn sé að taka við sér.

Um var að ræða líflegasta septembermánuð á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins frá því árið 2015, en 680 kaupsamningum var þinglýst.

Raunhækkun fasteignaverðs lítil

Árshækkunin er þó lítil í sögulegu samhengi, en horft yfir 12 mánaða tímabil hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 3,5%, verð á fjölbýli um 3,6% og verð á sérbýli um 3,2%.

„12 mánaða hækkanir hafa legið á bilinu 3-5% það sem af er ári en voru á bilinu 4-13% í fyrra og 14- 24% árið 2017 þegar hækkanir voru hvað mestar,“ segir í Hagsjá hagfræðideildarinnar.

Raunhækkun húsnæðisverðs á tólf mánaða tímabili er sáralítil, en sé tekið tillit til vísitölu neysluverðs án húsnæðis (verðbólgu án húsnæðisliðsins) á tímabilinu, er einungis um 0,6% raunhækkun húsnæðisverðs að ræða.

Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK