Bretar selja Domino's á Íslandi

Domino's Pizza Group eignaðist allt hlutafé í rekstrarfélagi Domino's á …
Domino's Pizza Group eignaðist allt hlutafé í rekstrarfélagi Domino's á Íslandi, Pizza-Pizza ehf., í ágúst á þessu ári.

Domino's í Bretlandi, Domino's Pizza Group, sem á og rekur pítsustaði Domino's á Íslandi, hefur ákveðið að hætta starfsemi utan landsteinanna og selja starfsemi veitingastaða sinna á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð.

Frá þessu er greint á vef Reuters sem og á norsku vefsíðunni E24. Berglind Jónsdóttir, markaðsstjóri Domino's á Íslandi, segir í samtali við mbl.is að Domino's á Íslandi viti af stöðunni en vísar á Domino's Pizza Group.

Í frétt Reuters segir David Wild, fráfarandi framkvæmdastjóri Domino's Pizza Group, að félagið sé ekki vel í stakk búið til þess að reka alþjóðlega keðju og hafi játað sig sigrað vegna taprekstrar.

Domino's Pizza Group eignaðist allt hlutafé í rekstrarfélagi Domino's á Íslandi, Pizza-Pizza ehf., í ágúst á þessu ári. 

Samkvæmt ársreikningi Pizza-Pizza frá 2018 var hagnaður félagsins 455 milljónir króna. 

Alþjóðlegar keðjur Domino's Pizza Group eru reknar með tapi og er staðan sögð sérstaklega erfið í Noregi, þar sem félagið rekur 57 pítsastaði undir merkjum Domino's.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK