Engar breytingar á rekstri Domino's á Íslandi

Rekstur Domino's á Íslandi gengur vel og nam vörusala Domino's …
Rekstur Domino's á Íslandi gengur vel og nam vörusala Domino's á Íslandi tæplega 5,8 milljörðum árið 2018. Ljósmynd/Aðsend

Ekki stendur til að gera breytingar á rekstri Domino's á Íslandi þrátt fyrir að Domino's Pizza Group í Bretlandi ætli að selja rekstur pítsustaðanna.

Þetta segir Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's á Íslandi, í samtali við mbl.is. Hann segist hafa fengið fregnir af fyrirætlunum Breta í gærkvöldi.

Domino's Pizza Group hefur ákveðið að hætta starfsemi utan Bretlands og Írlands og kennir um erfiðum rekstri, sérstaklega í Noregi, en auk þess rekur félagið pítsastaði Domino's á Íslandi og í Svíþjóð og á minnihluta í rekstri Domino's í Þýskalandi.

Birgir Örn útilokar ekki að kaupa í félaginu að nýju.
Birgir Örn útilokar ekki að kaupa í félaginu að nýju. mbl.is/Valli

Rekstur Domino's á Íslandi gengur vel og nam vörusala Domino's á Íslandi tæplega 5,8 milljörðum árið 2018 og var hagnaður rekstrarfélagsins Pizza-Pizza ehf. 455 milljónum króna. 

Leita nýs húsnæðis í grennd við Höfða

Útibúi Domino's á Höfðabakka var lokað í ágúst en segir Birgir Örn það eiga sér eðlilegar skýringar. Nýr eigandi húsnæðisins hafi þurft að nota það sjálfur. Leit stendur yfir að nýju húsnæði fyrir útibú Domino's í hverfinu.

Domino's Pizza Group hefur verið stærsti eigandi Pizza-Pizza frá 2016 og aðeins eru liðnar nokkrar vikur frá því að Birgir Örn og Steinar Bragi Sigurðsson, fram­kvæmda­stjóri inn­kaupa og fram­leiðslu hjá Dom­in­o’s á Íslandi, seldu sinn hlut og Bretarnir eignuðust allt félagið.

Birgir Örn útilokar ekki að hann kaupi hlut í félaginu að nýju. „Ég var bara að frétta af þessu í gærkvöldi. Það eina sem ég get sagt er að þetta er gott félag en maður verður aðeins að sjá hvernig spilast úr hlutunum.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK