Ein fljótvirkasta vöðvanæringin

Unbroken hefur fjóra þekkta crossfit-kappa á sínum snærum, þar á …
Unbroken hefur fjóra þekkta crossfit-kappa á sínum snærum, þar á meðal Íslendingana Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur.

Unbroken er fæðubótarefni sem er nýkomið á markað. Það er einstakt að því leyti að það inniheldur svokölluð vatnsrofin (e. hydrolyzed) prótín úr ferskum laxi sem gera upptöku þeirra mun auðveldari og hraðvirkari. Varan kemur í freyðitöflum sem settar eru í vatn og leysast upp áður en vatnið með uppleysta efninu er drukkið.

„Ferska laxaprótínið er í raun formelt á náttúrlegan máta niður í byggingarefni próteins sem er amínósýrur. Líkaminn þarf því ekki að eyða neinum tíma eða orku í að brjóta niður fæðuna,“ segir Steinar Kristjánsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Unbroken ehf. sem framleiðir vöruna. Hann segir upptöku næringarefnanna í vörunni vera mun hraðari en fólk á að venjast.

„Vöðvanæringin er komin út í blóðið innan 10 mínútna og þetta er ein sú hraðvirkasta vöðvanæring sem við höfum séð varðandi upptöku og gæði,“ segir Steinar en hann segir klíníska rannsókn sem framkvæmd var af Íþróttaháskólanum í Osló standa á bak við þessa fullyrðingu.

Að prótínið sé formelt á náttúrlegan máta þýðir einfaldlega að ensím úr laxinum sjálfum hafa verið notuð til að brjóta niður prótínið í amínósýrur, steinefni og vítamín sem gerir upptöku líkamans auðveldari. „Við erum þeir einu í heiminum sem gera þetta, aðrir nota iðnaðarensím úr svínum eða gerjun,“ segir Steinar.

Fyrir fólk undir álagi

Steinar segir efni á borð við Unbroken vera mikilvæg fyrir fólk sem er undir miklu álagi, hvort sem það er vegna æfinga, veikinda eða annars. Þá nefnir hann einnig aldraða í því samhengi. „Álagið takmarkar getu meltingarkerfisins,“ segir hann og því komi varan sér vel fyrir íþróttafólk og aðra þar sem meltingarkerfið er undir álagi. Hann vill meina að varan nýtist betur strax eftir æfingar heldur en t.d. heil mjólkurprótín við að flýta fyrir endurheimt. Þetta hafi rannsóknin í Íþróttaháskólanum í Osló sýnt fram á.

Unbroken hefur fjóra þekkta crossfit-kappa á sínum snærum, þar á meðal Íslendingana Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. „Íslendingar eiga marga af bestu crossfiturum í heimi og við tókum því þann pólinn í hæðina að nálgast íslenska og norræna crossfitara,“ segir Steinar en Norðmaðurinn Kristin Holte og Svíinn Lukas Högberg, eru einnig í samstarfi við Unbroken.

„Þau eru búin að vera á þessu í meira en hálft ár til þess að vita hvernig þau upplifa vöruna varðandi endurheimt, líðan og annað slíkt og gefa þessu mjög góða dóma. Þau finna mikinn mun á sér þegar þau eru undir miklu álagi og finna fyrir minni strengjum og öðru slíku.“

Steinar telur vöruna einnig geta nýst til að vinna gegn næringarskorti sjúklinga sem eiga erfitt með meltingu heilla próteina og upptöku næringar. „Við erum að vinna með læknum og næringarfræðingum við að skoða klínískar rannsóknir sem tengjast þessu.“ Þá gæti varan aðstoðað við að koma í veg fyrir vöðvarýrnun(e. sarcopenia), að sögn Steinars.

Fréttina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK