TM tapaði 251 milljón á þriðja ársfjórðungi

TM tapaði 251 milljón á þriðja ársfjórðungi.
TM tapaði 251 milljón á þriðja ársfjórðungi.

TM tapaði 251 milljón krónum á þriðja ársfjórðungi þessa árs, forstjóri þess segir að rekja megi tapið að öllu leyti til fjárfestingastarfsemi. Hagnaður hafi verið af vátryggingastarfsemi félagsins.

Félagið birti árshlutauppgjör sitt nú í dag eftir lokun markaða. „Það er ánægjulegt að sjá grunnreksturinn batna mikið milli ára og að vátryggingareksturinn sé farinn að skila jákvæðri framlegð. Fjárfestingatekjur eru mjög sveiflukenndar, eins og sést glöggt á því að félagið skilaði sinni bestu fjárfestingaafkomu frá skráningu á öðrum ársfjórðungi þessa árs, en neikvæðri ávöxtun á þeim þriðja,“ er haft eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Þá segir hann að sveiflur í rekstrinum verði minni með kaupum félagsins á Lykli fjármögnun. „Félagið áætlar að fyrirvörum um kaup á Lykli verði aflétt í lok ársins eða byrjun þess næsta og Lykill verði hluti af TM samstæðunni í framhaldinu.“

Tekjur vegna iðgjalda námu 4,2 milljörðum á þriðja ársfjórðungi, en tap vegna fjárfestinga nam 337 milljónum. Samtals er hagnaður vegna fjárfestinga það sem af er ári 2,1 milljarður. Hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 1,5 milljarði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK