Þorskhausarnir „fundið fé“ fyrir WOW

Michelle Ball­ar­in, konan sem hyggst endurreisa WOW Air er stödd …
Michelle Ball­ar­in, konan sem hyggst endurreisa WOW Air er stödd hér á landi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þó við værum alveg til í að hafa 20, 40 eða 60 farþega í farþegarýminu þá byrjar þetta með mikilli áherslu á fraktina vegna þess að það hefur margoft komið fram að eignarhaldið á bak við nýja WOW er mjög mikið í fraktflutningum meðal annars fyrir bandarísk stjórnvöld,“ segir Gunnar Steinn Pálsson almannatengill.

Hann starfar fyrir Michelle Ballarin, konuna sem hyggst endurreisa WOW Air. Gunnar segir að alltaf hafi staðið til að fraktin yrði fyrirferðarmikill hluti af starfsemi flugfélagsins og hún verði það sérstaklega til að byrja með.

„Það er ekki aðalatriði fyrir okkur hvort það verði 80% eða 40% sætanýting í fyrstu flugferðunum akkúrat þegar verið er að prufukeyra þessa rútu sem er frá Keflavík til Washington en þetta er ekki nein áherslubreyting, við höfum alltaf sagt að fraktin skipti miklu máli,“ segir Gunnar.

 Aukin umsvif BNA kalla á aukinn innflutning

„Það er slatti af flutningum að fara inn til Keflavíkur í tengslum við aukin umsvif Bandaríkjanna. Þá eru þorskhausarnir í raun og veru fundið fé sem fara svo með tóma leggnum út,“ segir Gunnar.

Upphaflega stóð til að flugvélar WOW Air myndu hefja sig til lofts í þessum mánuði. Það mun ekki ganga eftir en Gunnar ítrekar að flugferðir á vegum WOW Air muni fara í sölu á næstu vikum. 

„Þetta gengur vel en þó hægar en við vonuðumst til. Aðalatriðið er ekki hvort það sé full nýting í farþegarýminu eða ekki en við stefnum samt sem áður á að byrja að selja í þessar vélar strax. Þar af leiðandi erum við vonandi að fara að setja vefinn og bókunarvélina í loftið mjög fljótlega.“

Ballarin er nú stödd hérlendis en Gunnar vildi ekki greina frá því hverja hún væri að hitta hérlendis eða hvað væri rætt. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK