Danski sendiherrann fékk fyrsta bjórkassann

Garðar Svansson, vörumerkjastjóri Tuborg, afhenti Evu Egesborg Hansen, danska sendiherranum, ...
Garðar Svansson, vörumerkjastjóri Tuborg, afhenti Evu Egesborg Hansen, danska sendiherranum, fyrsta kassann af Tuborg Julebryg. Ljósmynd/Aðsend

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur afhent danska sendiherranum á Íslandi fyrsta kassann af Tuborg-jólabjórnum, rétt áður en hann kemur á markað.

„Þessi hefð, sem ráðið hefur ríkjum undanfarin ár, kemur til vegna J-dagsins svokallaða, en þá kemur Tuborg-jólabjórinn opinberlega á bari, hótel og veitingastaði. 

Eva Egesborg Hansen, sendiherra Dana, tók fagnandi við fyrsta kassanum af Tuborg Julebryg, enda sterk hefð fyrir jólabjórum í Danmörku, rétt eins og skapast hefur hér á landi,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Ölgerðinni. 

Fram kemur, að J-dagurinn sé alltaf haldinn hátíðlegur fyrsta föstudag í nóvember og það klukkan 20:59.  

„Ástæða tímasetningarinnar er sú að þegar jólabjórinn kom fyrst á markað í Danmörku árið 1981 seinkaði framleiðslunni með þeim afleiðingum að fyrsti bjórinn komst ekki á krana fyrr en klukkan 20:59. Á sama augnabliki féll fyrsti jólasnjórinn,“ segir enn fremur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK