Skellt í lás hjá Super1 á Smiðjuvegi

Nú lokar verslun Super1 á Smiðjuvegi í Kópavogi.
Nú lokar verslun Super1 á Smiðjuvegi í Kópavogi. Ljósmynd/Super1

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka verslun Super1 við Smiðjuveg í Kópavogi, en rekstur hennar hefur verið þungur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni, framkvæmdastjóra Super1.

Þetta er önnur Super1-verslunin sem fyrirtækið hefur tekið ákvörðun um að loka af þeim þremur sem hafa verið opnaðar. Í lok júní lokaði verslun fyrirtækisins í Faxafeni, en reksturinn þar hafði ekki gengið vel í samkeppni við aðrar matvöruverslanir á svæðinu.

Þá sagði Sigurður Pálmi í samtali við mbl.is að til stæði að opna nýja verslun undir merkjum Super1 á nýjum stað á næstunni. Það hefur ekki gerst og nú er einungis verslun fyrirtækisins við Hallveigarstíg í miðborg Reykjavíkur eftir.

Samkvæmt tilkynningu hefur rekstur hennar gengið vonum framar alveg frá opnun og er ætlunin að efla hana enn frekar á næstunni.

Rýmingarsala hófst í Super1 á Smiðjuvegi í dag og mun standa fram yfir helgi. Allar vörur verða þar boðnar á 25% afslætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK