Sölu Iceland Travel frestað

Icelandair Group hefur frestað söluferli Iceland Travel.
Icelandair Group hefur frestað söluferli Iceland Travel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirhugaðri sölu Icelandair Group á dótturfélagi sínu Iceland Travel hefur verið frestað, að því er fram kemur í tilkynningu um árshlutauppgjör Icelandair sem birt var í gærkvöldi. Tilkynnt var í febrúar að verulegar breytingar yrðu gerðar innan Icelandair, svo sem breytingar á framkvæmdastjórn, skipuriti og að hefja ætti söluferli Iceland Travel.

Fram kom á kynningarfundi félagsins vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs í morgun að lækkun rekstrartekna Icelandair-samsteypunnar væri að miklu leyti að rekja til 20% samdráttar í sölu pakkaferða hjá Iceland Travel.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK