Hagnaður Festar jókst um 50%

Krónan hefur tekið í notkun fjölda sjálfsafgreiðslukassa.
Krónan hefur tekið í notkun fjölda sjálfsafgreiðslukassa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagnaður Festar jókst um 50% á þriðja fjórðungi ársins og nam 1,5 milljörðum króna. Velta jókst úr 17 milljörðum í 24 milljarða, en fjölgun félaga í samstæðu skýrir að mestu hækkanir á tekjum og gjöldum, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem birt var eftir lokun markaðar. Festi rekur meðal annars Krónuna og N1. 

Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, EBITDA, nam 2,6 milljörðum króna á 3. ársfjórðungi og jókst um tæpan milljarð króna á milli ára. Handbært fé frá rekstri dróst saman um 1,3 milljarða og nam 2,3 milljörðum á þriðja fjórðungi. 

Selt magn eldsneytis, fyrir utan flugvélaeldsneyti, dróst saman um 7,8% á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Velta annarra vara jókst um 131%. Sala Krónunnar var umfram væntingar, en framlegð undir væntingum. 

Nettó vaxtaberandi skuldir hækkuðu um tæpt 1% og námu 32 milljörðum. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 32% í 33,9% á milli ára. 

Í afkomutilkynningu segir að órói á olíumörkuðum og gengi íslensku krónunnar geti valdið sveiflum í framlegð og fjárbindingu. Gert sé ráð fyrir óbreyttri EBITDA spá fyrir árið. 

Kynningarfundur fer fram í fyrramálið kl. 8:30 í höfuðstöðvum Festi, Dalvegi 10-14 í Kópavogi, þar sem Eggert Kristófersson forstjóri mun kynna afkomuna og svara spurningum. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK