Sýnir að Sýn er að ná tökum á rekstrinum

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tekj­ur Sýn­ar hf. námu á þriðja árs­fjórðungi 4,8 milljörðum króna sem er 5,2% lækkun frá sama tímabili í fyrra. Tekjur fyrstu níu mánuði ársins voru 14,9 milljarðar króna, 454 milljónum króna lægri en á sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í árshlutareikningi Sýnar sem var birtur í dag.

Alls tapaði Sýn 71 milljón króna á þriðja ársfjórðungi en félagið tapaði 215 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins nam 384 m.kr. sem er 135 m.kr. hækkun frá sama tímabili 2018.

Haft er eft­ir Heiðari Guðjóns­syni, for­stjóra Sýn­ar hf., að af­koma síðasta árs­fjórðungs sýni að félagið sé að ná tökum á rekstrinum, sem sýni sig best í betri stöðu en í öðrum ársfjórðungi. Aðgerðir eins og fækkun stöðugilda muni koma fram í rekstri í lok árs og á nýju ári.

Celtic Norse er nýtt verkefni um lagningu sæstrengs sem við kynntum í London ásamt samstarfsaðilum í síðustu viku. Það sem hefur hamlað uppbyggingu gagnavera á Íslandi er hár kostnaður sæstrengja sem hingað liggja. Þetta verkefni getur lagað þá stöðu umtalsvert,“ er enn fremur haft eftir Heiðari.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK