Þúsund sótt um hjá Play

Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, á kynningunni í gær.
Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, á kynningunni í gær. mbl.is/​Hari

Í hádeginu í dag höfðu tæplega þúsund starfsumsóknir borist flugfélaginu Play, en það kynnti í gær fyrstu áform sín um flugrekstur til og frá Íslandi. Þá hafa um 26 þúsund skráð sig á póstlista hjá félaginu, en það lofaði að gefa þúsund flugmiða þegar þeir færu í loftið.

Mbl.is greindi frá því í gær að félagið reiknaði með að ráða 200-300 manns fyrir næsta sumar, en félagið ætlar að hefja flug með tveimur Airbus A320 flugvélum í vetur og bæta svo við fjórum flugvélum fyrir næsta sumar.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að til standi að ráða fjölda starfsmanna á næstu vikum, bæði á skrifstofu og áhafnarmeðlimi.

Á vefsíðu félagsins þar sem óskað var eftir starfsumsóknum var í gær auglýst eftir „leikfélögum“ í störf þjónustufulltrúa. Í dag hefur því hins vegar verið breytt í þjónustuhetjur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK