Zolo á götum Reykjavíkur

Adam Karl Helgason er framkvæmdastjóri Zolo Reykjavíkur.
Adam Karl Helgason er framkvæmdastjóri Zolo Reykjavíkur.

Zolo Reykjavík er ný stöðvalaus rafmagnshlaupahjólaleiga sem er nú aðgengileg höfuðborgarbúum. Bætist hún í hópinn með Hopp, sem hóf starfsemi í september. 100 hlaupahjól frá Zolo Reykjavík fóru á götur borgarinnar í lok októbermánaðar og eru fleiri hjól til viðbótar væntanleg á nýju ári.

Svæðið þar sem hægt er að nota þau nær frá Vesturbæ, út á Granda, meðfram Sæbraut þaðan sem það afmarkast af Kringlumýrarbraut, Hamrahlíð, Hlíðarendasvæðinu og Háskóla Íslands. Þá er einnig hægt að skila hjólunum víða utan svæðisins, m.a. við Vesturbæjarlaug, KR-heimilið, Háskólann í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, á fimm stöðum í Laugardal, í Kringlunni og Perlunni.

Að sögn Adams Karls Helgasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, var þörf á þessari þjónustu. „Viðtökurnar hafa verið rosalega góðar. Við sjáum líka meiri notkun á hverju hjóli ef við erum með 100 hjól á götunni miðað við 60. Hvert hjól er þá nær einstaklingunum sem leita að þeim,“ segir Adam.

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK