Birna Íris í nýrri stöðu hjá Högum

Birna Íris Jónsdóttir.
Birna Íris Jónsdóttir. Ljósmyndari: Lárus Karl Ingason.

Birna Íris Jónsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Högum og dótturfélögum. Um er að ræða nýja stöðu sem varð til í kjölfar skipulagsbreytinga innan Haga sem tilkynnt var um í ágúst síðastliðnum. Birna Íris hefur störf 15. nóvember.

Birna Íris hefur áralanga reynslu af upplýsingatækni og stafrænni vegferð fyrirtækja. Hún kemur til Haga frá Sjóvá þar sem hún hefur starfað sem forstöðumaður upplýsingatækni síðastliðin tvö og hálft ár. Fyrir það starfaði Birna Íris hjá Landsbankanum í sex ár sem deildarstjóri á upplýsingatæknisviði.

Birna Íris er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

„Með ráðningu Birnu Írisar munu Hagar setja aukna áherslu á upplýsingatæknimál félagsins, leitast við að hagræða í upplýsingatæknirekstri, ásamt því að horfa til framtíðar hvað varðar stafræna þjónustu og hagnýtingu tæknilausna,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK