Fjórum millistjórnendum sagt upp hjá Bláa lóninu

Gestir njóta Bláa lónsins í sumar. Fjórum millistjórnendum var sagt …
Gestir njóta Bláa lónsins í sumar. Fjórum millistjórnendum var sagt upp hjá fyrirtækinu í dag vegna áherslubreytinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórum millistjórnendum „á mismunandi stigum“ var sagt upp hjá Bláa lóninu í dag, vegna „áherslubreytinga“ sem kynntar hafa verið innan fyrirtækisins. Þetta staðfestir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri vöruþróunar-, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins við mbl.is.

Ekki fékkst uppgefið hvaða störfum þeir sinntu hjá fyrirtækinu. Helga segir að áherslubreytingarnar hafi verið gerðar „með það að markmiði að bæta enn skilvirkni og samlegðaráhrif innan fyrirtækisins.“

„Í þessu sambandi létu 4 starfsmenn af störfum en í fyrirtækinu starfa rúmlega 800 manns,“ segir í skriflegu svari Helgu við fyrirspurn mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK