Nýr fjármálastjóri Daga

Björgvin Jón Bjarnason er nýr fjármálastjóri Daga.
Björgvin Jón Bjarnason er nýr fjármálastjóri Daga. Ljósmynd Geirix

Björgvin Jón Bjarnason hefur verið ráðinn fjármálastjóri Daga, en fyrirtækið starfar við fasteignaumsjón, ræstingar og veitingaþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Björgvin Jón, sem áður var framkvæmdastjóri fagfjárfestingasjóðsins TFII, auk þess að sinna eigin rekstri, tók við stöðunni 1. nóvember. 

„Saga Daga nær aftur til ársins 1980 þegar Ræstingamiðstöðin sf. var stofnuð, en hún varð síðar að ræstingadeild Securitas. Aldamótaárið 2000 keypti alþjóðlega fyrirtækið ISS A/S ræstingadeild Securitas og árið 2017 keyptu stjórnendur fyrirtækisins, ásamt hópi innlendra og erlendra fjárfesta, allt hlutafé fyrirtækisins.  Dagar eru nú með starfsemi á yfir 20 stöðum á landinu og þar starfa nú um 800 starfsmenn sem ræsta ríflega 720.000 fermetra hjá um 600 viðskiptavinum, sjá um húsumsjón og rekstur fasteigna og framreiða ríflega 360.000 máltíðir á ári fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ samkvæmt tilkynningu.

Björgvin Jón er iðnaðartæknifræðingur, kvæntur Guðlaugu Sigurðardóttur, fjármálastjóra hjá Landsneti, og eiga þau þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK