Reikna með minni starfsmannakostnaði en WOW air

Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play.
Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play. mbl.is/Hari

Með samningum sínum við Íslenska flugstéttarfélagið (ÍFF) reiknar flugfélagið Play með því að kostnaður við flugmenn og flugliða verði á bilinu 27 til 37 prósent lægri en sami kostnaður var hjá WOW air. Auk þess hyggst flugfélagið ná mun betri nýtingu á hverja áhöfn sína en Icelandair, eða á bilinu 800-900 klukkustundum á ári hverju á móti um 550 klukkustundum hjá Icelandair.

Þetta kemur fram í frétt Kjarnans í dag, en miðillinn vísar til fjárfestakynningar sem Íslensk verðbréf unnu og kynntu fyrir fjárfestum í síðustu viku. Í annarri frétt Kjarnans um efni þessarar kynningar kemur fram að flugfélagið leiti eftir því að fá tæpa 1,7 milljarða króna frá íslenskum fjárfestum, til viðbótar við 5,5 milljarða króna sem breski fagfjárfestasjóðurinn Athena Capital hefur þegar lánað félaginu.

Greint var frá því á mbl.is á þriðjudag að Play hefði þegar gengið til samninga við Íslenska flugstéttarfélagið um gerð kjarasamninga við flugmenn og flugliða. Stéttarfélagið sem um ræðir hét áður Íslenska flugmannafélagið og var stéttarfélag flugmanna hjá WOW air. Í sumar var nafni félagsins hins vegar breytt og lögum þess sömuleiðis, til þess að flugfélagið gæti náð til fleiri stétta.

Arnar Már Magnússon forstjóri félagsins sagði í samtali við mbl.is eftir kynningarfund félagsins á þriðjudag að sérstök áhersla hefði verið lögð á kostnaðarhliðina í aðdraganda stofnunar félagsins og að félagið reiknaði með því að næsta sumar yrði starfsfólk félagsins 200-300 talsins.

ASÍ lýsti yfir áhyggjum

Alþýðusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu eftir kynningu Play á þriðjudaginn þar sem sambandið sagðist treysta því „að hið nýja fyr­ir­tæki ætli sér ekki að keppa á ís­lensk­um flug- og ferðamarkaði á grund­velli fé­lags­legra und­ir­boða“.

Í kjölfarið sagði Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins Íslands, að stofnun nýrrar deildar fyrir flugliða innan Íslenska flugstéttarfélagsins vekti upp spurningar.

„Af hverju ætti fyr­ir­tæki að vera að þessu nema þá til að geta und­ir­boðið þá samn­inga sem Flug­freyju­fé­lagið er með við sína viðsemj­end­ur?“ spurði Berglind, í samtali við mbl.is.

María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptastjóri Play, sagðist telja að almenn sátt myndi ríkja með kjarasamningana sem félagið hefði gert við ÍFF. Markmiðið væri að gera Play að eftirsóttum vinnustað og sanngjarnir kjarasamningar væru hluti af því markmiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK