Enginn kvartar yfir dreifingu jólaverslunar

Alþjóðavæðing í formi bandarískra tilboðsdaga og breytt neysluhegðun eru meðal …
Alþjóðavæðing í formi bandarískra tilboðsdaga og breytt neysluhegðun eru meðal ástæðna þess að jólaverslun hefst sífellt fyrr að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. mbl.is/Eggert

Miðnætursprengjur verslanamiðstöðva, jólakvöld ýmissa verslana og jóla Pop-up markaður er meðal þess sem auglýst hafa verið þessa fyrstu daga nóvembermánaðar. Óhætt er því að segja að jólaverslunin þetta árið sé hafin, enda ekki seinna vænna þegar 46 dagar eru til jóla. Eða hvað? 

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir jólaverslun hafa færst sífellt framar síðustu ár. „Það er jákvætt að dreifa álaginu, það er engin að kvarta yfir því, en það eru þessir stóru dagar sem spila stærstu rulluna,“ segir hann í samtali við mbl.is.  

Stóru dagarnir sem Andrés vísar í eru tilboðsdagar að bandarískri fyrirmynd, það er Singles Day, tilboðsdagur fyrir netsölu 11. nóvember, og Black Friday og Cyber Monday, sem líkt og nöfn­in gefa til kynna ber upp á föstu­dag og mánu­dag eft­ir þakk­ar­gjörðar­hátíð. 

Dreifingu jólaverslunar megi því að hluta til rekja til alþjóðavæðingar að sögn Andrésar en einnig breyttrar neysluhegðunar. „Það vita allir hver hún [breytingin] er, stærri hluti viðskipta fer fram með rafrænum hætti,“ segir hann.

„Það er jákvætt að dreifa álaginu, það er engin að …
„Það er jákvætt að dreifa álaginu, það er engin að kvarta yfir því,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, um jólaverslun sem hefst sífellt fyrr hér á landi. mbl.is/Ómar

Netverslanir og hefðbundnar verslanir sameinast undir einu þaki

POP markaðir standa fyrir stærðarinnar jólamarkaði í Víkingsheimilinu um helgina þar sem rúmlega 80 verslanir taka þátt. Olga Helena Ólafs­dótt­ir, Eyrún Anna Tryggva­dótt­ir og Sara Björk Purk­hús standa að markaðnum en all­ar reka þær sín­ar eig­in net­versl­an­ir. Síðustu tvö ár hafa þær staðið fyrir svipuðum markaði sem haldinn er fjórum sinnum á ári og kenndur við hverja árstíð. Markaðurinn byrjaði með 12 net­versl­un­um í Síðumúl­an­um en mun um helgina sjöfaldast að stærð. 

Í fyrstu var aðeins netverslunum boðið að taka þátt en á síðasta haustmarkaði sem haldinn var í ágúst fengu hefðbundnar verslanir að vera með. Olga Helena segir að verslunareigendur hafi áttað sig á því hversu frábær vettvangurinn er til að kynna verslanir og þær vörur sem þær hafa upp á að bjóða. 

Andrés segir að þetta sé í takt við breytta neysluhegðun. „Mjög stór hluti neytenda sem kaupir á netinu er búinn að fara í verslunina og þreifa á vörunni, tölfræðin sýnir okkur það. Þetta er partur af þessari ótrúlega breyttu neysluhegðun sem við erum að verða vitni að. Þetta breytist svo hratt og gerist með ógnarhraða,“ segir hann. 

Sara Björk Purkhús, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir …
Sara Björk Purkhús, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir standa að jólamarkaði í Víkingsheimilinu um helgina þar sem tæplega 90 verslarnir taka þátt. Ómar Óskarsson

Hafa ekki skoðun á neysluhegðun — hlutverkið að bregðast við 

Óhætt er að segja að umfang sérstakra tilboðsdaga hafi einnig aukist síðustu ár og spili stærra hlutverk í jólaverslun. Neytendasamtökin hafa í tilefni þessara daga bent fólki á að vera skynsamt í fjármálum. Þá hefur aukin áhersla á umhverfisvitund einnig óneitanlega haft áhrif á kauphegðun fólks, að minnsta kosti að hluta. Í því samhengi má benda á andsvarið við þessum stóru dögum, „Buy Nothing Day,“ eða Kauplausi dagurinn, sem er 24. nóvember og haldinn að frumkvæði kanadískra samtaka sem svar við neysluæðinu. 

Andrés segir Samtök verslunar og þjónustu ekki hafa sérstaka skoðun á því hvernig neytendur haga neysluhegðun sinni. Hlutverk samtakanna sé fyrst og fremst að bregðast við ákalli neytenda og aukin umhverfisvitund komi þar við sögu. „Og við erum mjög meðvituð um þessar áherslur sem samfélagið allt leggur á umhverfismál og verslunin gerir sér mæta vel grein fyrir því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK