Hægir á eignaaukningunni

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er stærsti lífeyrissjóður landsins.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er stærsti lífeyrissjóður landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 13 milljarða í septembermánuði og stóðu í 4.810 milljörðum króna í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands.

Mjög hefur dregið úr vexti eigna sjóðanna frá fyrri hluta árs en frá ársbyrjun og til loka júnímánaðar jukust eignir sjóðanna um ríflega 516 milljarða króna. Jafngildir sú aukning 12,2%. Sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur aukningin frá áramótum 13,3%.

Allir þeir sem eru á íslenskum vinnumarkaði greiða iðgjöld til …
Allir þeir sem eru á íslenskum vinnumarkaði greiða iðgjöld til lífeyrissjóðanna. Styrmir Kári

Stærstur hluti eignanna innanlands

Langstærstur hluti fjármuna sjóðanna er bundinn í fjármagni innanlands. Þannig stóðu innlendar eignir sjóðanna í 3.421 milljarði króna í lok september og höfðu aukist um 266,6 milljarða það sem af er ári. Jafngildir það 8,5% aukningu. Stærsti eignaflokkurinn innanlands eru innlend markaðsskuldabréf og víxlar eða 1.988 milljarðar króna. Innlend hlutabréf standa í 650,3 milljörðum króna en aðrir eignaflokkar vega minna. Innlendar eignir voru 71,1% af eignasafni sjóðanna.

Erlendar eignir sjóðanna jukust hins vegar talsvert meira í krónum talið eða 299,2 milljarða eða 27,5%. Stærstur hluti erlendu eignanna eru bundin í hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum eða 291,9 milljarðar króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK