Kröfum Sýnar og Símans hafnað

Ljósmynd/Aðsend

Kröfu Sýnar á hendur Símanum um greiðslu skaðabóta vegna meintra brota Símans á samkeppnislögum um árabil var í dag hafnað í Landsrétti. Þá var gagnkröfu Símans á hendur Sýnar einnig hafnað. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sýn.

Þar segir að krafa Sýnar hafi numið um 900 milljónum króna auk vaxta og gagnkrafa Símans um var um 2,5 milljarður króna að viðbættum vöxtum. Með ákvörðun nr. 7/2012 hefði Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. hefði misnotað gróflega markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og 54. gr. EES-samningsins. Brotin hefðu meðal annars falist í því að beita samkeppnisaðila sína ólögmætum verðþrýstingi um langt árabil.

Skaðabótamál Sýnar hefði verið höfðað í nóvember 2013 og í kjölfarið hafi Síminn gefið út gagnstefnu á hendur Sýn til greiðslu skaðabóta á þeim grunni að Sýn hefði sýnt af sér sömu háttsemi. Landsréttur hafi hafnað báðum kröfum og staðfest þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Til skoðunar er hjá Sýn að áfrýja málinu til Hæstaréttar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK