Markaðurinn tekur vel í uppgjör Regins

Reginn hefur átt góðu gengi að fagna það sem af …
Reginn hefur átt góðu gengi að fagna það sem af er þessu ári. Eggert Jóhannesson

Hlutabréf Regins hafa hækkað um 4% í Kauphöll Íslands í dag. Hækkunin kemur í kjölfar þess að fasteignafélagið birti uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun markaða í gær. Þar kom fram að rekstrarhagnaður félagsins hefur aukist um 33% á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra.

Nemur hagnaðurinn (EBITDA) tæpum 5 milljörðum króna. Hagnaður félagsins eftir skatta nemur hins vegar rúmum 3,5 milljörðum króna og hefur aukist um 55% frá fyrra ári.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK