Markaðurinn tekur vel í uppgjör Regins

Reginn hefur átt góðu gengi að fagna það sem af ...
Reginn hefur átt góðu gengi að fagna það sem af er þessu ári. Eggert Jóhannesson

Hlutabréf Regins hafa hækkað um 4% í Kauphöll Íslands í dag. Hækkunin kemur í kjölfar þess að fasteignafélagið birti uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun markaða í gær. Þar kom fram að rekstrarhagnaður félagsins hefur aukist um 33% á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra.

Nemur hagnaðurinn (EBITDA) tæpum 5 milljörðum króna. Hagnaður félagsins eftir skatta nemur hins vegar rúmum 3,5 milljörðum króna og hefur aukist um 55% frá fyrra ári.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK