Prentmet lýkur kaupum á Odda

T.v. fyrir hönd seljanda Einar Sigurðsson og t.h. Kristján Geir …
T.v. fyrir hönd seljanda Einar Sigurðsson og t.h. Kristján Geir Gunnarsson. Fyrir miðju eru kaupendur og nýir eigendur, hjónin Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson.

Prentmet hefur lokið kaupum á Prentsmiðjunni Odda. Nafn sameinaðs félags verður Prentmet Oddi og hjá því starfa um 100 manns, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Þar segir enn fremur að íslenskur prentiðnaður eigi í harðri alþjóðlegri samkeppni þar sem samkeppnishæfni innlendarar framleiðslu  hafi beðið hnekki, meðal annars vegna gengis- og launaþróunar. „Sameinað fyrirtæki mun snúa vörn í sókn til að tryggja framleiðslu á prentverki á Íslandi til lengri tíma. Með kaupunum verður til sterkt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í prentverki og fyrsta flokks þjónustu, byggt á áratuga reynslu og þekkingu starfsfólks,“ segir í fréttinni. 

Þá kemur fram að Prentmet Oddi sé stærsta fyrirtæki landsins í vinnslu umbúða og eina fyrirtækið sem fullvinni harðspjaldabækur. Á næstu misserum verði unnið að því að styrkja tækjakost fyrirtækisins enn frekar. 

Prentsmiðjan Oddi var stofnuð 9. október 1943 af Baldri Eyþórssyni, Finnboga Rúti Valdimarssyni, Björgvini Benediktssyni og Ellert Ág. Magnússyni. Prentmet var stofnað 4. apríl 1992 af hjónunum Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttir sem eiga og reka sameinað fyrirtæki.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK