Kaupóðir Kínverjar fóru hamförum

AFP

Kínverskir neytendur fóru hamförum í viðskiptum við netverslanir í dag á svo nefndum „Single Day“ og keyptu varning fyrir milljarða Bandaríkjadala. Um er að ræða stærsta sólarhringsverslunarviðburð heims.

Samkvæmt tilkynningu frá vefversluninni Alibaba voru viðskiptavinir hennar búnir að eyða einum milljarði Bandaríkjadala á aðeins 68 sekúndum.

Alls námu viðskiptin í gegnum greiðslukerfi Alibaba, Alipay, 100 milljörðum júan (1.788 milljörðum íslenskra króna) á fyrstu 64 mínútunum. Í fyrra tók það neytendur 43 mínútum lengri tíma að eyða þeirri fjárhæð. 

Þetta er í 11. skiptið sem Single Day er haldinn og hafa kínverskir neytendur nýtt sér tilboðin til að kaupa allt frá raftækjum, fatnaði og húsbúnað í gegnum Alibaba og önnur svipuð fyrirtæki. 

„Single Day“ sem einnig gengur undir heitinu „11.11“ var í upphafi sérstakur dagur fyrir einhleypa í Kína og var dagsetningin valin út frá 1 - að vera einn og stoltur af því. Síðar varð dagurinn vinsæll til þess að ganga í hjónaband en nú er innkaupadagurinn þegar allt gengur af göflunum í kínverskri netverslun. Eitthvað sambærilegt er bandaríska útgáfan af kaupdeginum svartur föstudagur, „Black Friday“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK