Hafa tryggt fjármagn frá breska sjóðnum

Arnar Már Magnússon, Bogi Guðmundsson og Sveinn Ingi Steinþórsson, forsvarsmenn …
Arnar Már Magnússon, Bogi Guðmundsson og Sveinn Ingi Steinþórsson, forsvarsmenn flugfélagsins Play. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsvarsmenn flugfélagsins Play segja að búið sé að tryggja fjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital upp á 40 milljónir evra, um 5,5 milljarða króna. Að sögn Boga Guðmundssonar, framkvæmdastjóra viðskiptasviðs Play, er um að ræða víkjandi lán sem er ígildi hlutafjár, en sjóðurinn á jafnframt kauprétt á 10% hlut í félaginu.

Íslensk verðbréf leiða hlutafjáröflun fyrirtækisins upp á 12 milljónir evra, um 1,7 milljarða króna, sem koma eiga frá innlendum fjárfestum. Segja forsvarsmenn flugfélagsins að sú hlutafjáröflun sé á lokametrunum. „Grunnfjármögnunin er vel yfir 40 milljónir evra og gott betur en það. Og svo það sé alveg á hreinu þá þarf ekki 52 milljónir evra til þess að stofna nýtt flugfélag. Við erum að gera það sem hefur ekki verið gert áður; að stofna flugfélag með 7 milljarða í reiðufé,“ segir Arnar Már Magnússon, forstjóri félagsins, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Að sögn Sveins Inga Steinþórssonar, fjármálastjóra Play, fór félagið í gegnum víðtæka áreiðanleikakönnun hjá Athene þar sem íslenski flugmarkaðurinn var greindur, sem og markaðurinn yfir hafið. „Við fengum grænt ljós alls staðar,“ segir Sveinn. Að sögn Boga er um að ræða stórtækan fagfjárfestasjóð. „Þeir hafa gríðarlega fjármuni á bak við sig. Þeir hafa fjárfesta sem fjárfesta í heildarpakkanum hjá þeim og svo eru þeir með fjárfestingaheimildir sem þeir sækja um fyrir hvert verkefni. Þetta er í raun bara ein einstök fjárfesting af tugum fjárfestinga sem þeir eru í.“

Ítarlegt viðtal við forsvarsmenn Play má lesa í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK