Milljarða þrot eftir West Ham-ævintýrið

Björgólfur Guðmundsson var eigandi Hansa ehf. sem átti knattspyrnufélagið West …
Björgólfur Guðmundsson var eigandi Hansa ehf. sem átti knattspyrnufélagið West Ham. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lýstar kröfur í þrotabú Hansa ehf., fjárfestingafélags sem var í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hélt fyrst og fremst utan um eignarhluta í enska knattspyrnufélaginu West Ham, námu samtals 26,8 milljörðum. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu þar sem greint er frá skiptalokunum, en félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2011. Engar eignir fundust í búinu og var því ekki tekin afstaða til fjárhæða lýstra krafna.

Stærsti kröfuhafinn í búið var ALMC, eignarumsýslufélag um það sem áður var Straumur-Burðarás. Aðrir kröfuhafar voru Eignarhaldsfélagið Grettir, en það var fjárfestingafélag í eigu Björgólfs, og Byr.

Helgi Birgisson, skiptastjóri búsins, segir í samtali við mbl.is að ALMC hafi leyst til sín aðaleign félagsins, knattspyrnufélagið West Ham, áður en til skiptanna kom. Hann segir að setja verði fyrirvara við fjárhæðir sem komi fram í lýstum kröfum þar sem engin afstaða hafi verið tekin til þeirra. Þetta eigi meðal annars við um kröfu ALMC, sem var langstærsti kröfuhafinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK