Sölumet á degi einhleypra

Netsöludagurinn dagur einhleypra var á mánudaginn.
Netsöludagurinn dagur einhleypra var á mánudaginn.

Netsöludagurinn dagur einhleypra var á mánudaginn. Sala S4S sló þá öll met, og var 30 milljónir króna.

Netsala í einni af stærstu vefverslunum landsins, sameiginlegri vefsíðu Ellingsen, Skór.is og Air, sló met á degi einhleypra á mánudaginn síðasta, þegar 77% aukning varð í sölu milli ára. Seldust vörur fyrir 30 milljónir króna, en á degi einhleypra í fyrra var vörusala 17 milljónir. Svo mikil aðsókn var á vefina að verulega hægðist á þeim og þurfti að kalla til tæknifólk til að anna aðsókninni. Þúsundir vara seldust þrátt fyrir það og metið féll.

Í gær var síðan birt tilkynning þar sem sagði að vegna tæknilegrar bilunar yrði afslátturinn sem veittur var á degi einhleypra, 22,2% af öllum vörum, áfram í gildi til miðnættis, 12. nóvember. „Við erum ein stærsta vefverslun á landinu. Við erum með mesta úrval af Nike-vörum á air.is, mesta skóúrvalið í gegnum skór.is og svo líklega eitt mesta úrval af útivistarfatnaði á landinu á Ellingsen.is,“ segir Auður Jónsdóttir, rekstrarstjóri netverslana hjá S4S, fyrirtækinu sem á og rekur verslanirnar. Í gegnum skor.is fást skór frá skóbúðunum Steinari Waage, Ecco, Kaupfélaginu, Skechers, Kox, Toppskónum og Toppmarkaðnum, sem allar eru í eigu S4S.

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK