Stafræn þjónusta þurfti að vera á pari við glæsileika nýja leikvangsins

Jack Allen horfir hér á Harry Kane, stjörnu Tottenham-liðsins, leika …
Jack Allen horfir hér á Harry Kane, stjörnu Tottenham-liðsins, leika listir sínar. Ljósmynd/Getty Images.

Þegar Tottenham Hotspur lagði Crystal Palace að velli hinn 3. apríl í ensku úrvalsdeildinni, í fyrsta leik liðsins á glæsilegum nýjum leikvangi liðsins, Tottenham Hotspur Stadium, sem tekur 62 þúsund manns í sæti, hafði gríðarlega mikil vinna verið unnin á bak við tjöldin, hvað varðar stafræna umbyltingu félagsins.

Jack Allen, markaðsstjóri Tottenham, mun á morgun, á ráðstefnu Origo, ræða ýmsa af þeim þáttum sem gerði það að verkum að félagið gat m.a. tvöfaldað stuðningsmannaklúbb félagsins, One Hotspur, á þremur árum, en í stöðu sinni ber hann einnig ábyrgð á stafrænum boðleiðum fyrir stuðningsmenn félagsins sem allar þurftu að vera klárar 3. apríl.

„Alveg frá upphafi þegar við ákváðum að byggja þennan leikvang, sem er stærsti leikvangur félagsins í Lundúnum, vildum við tryggja að stafrænar boðleiðir okkar yrðu að vera á pari við glæsileika leikvangsins,“ segir Allen í samtali við Morgunblaðið.

Sögulegur dagur

Að sögn Allen er 3. apríl merkileg dagsetning í sögu félagsins og er það raunar sú dagsetning sem markar hvað mest vatnaskil í rekstri félagsins á stafrænni öld.

Tottenham Hotspur Stadium er hinn glæsilegasti, og er stærsti völlur …
Tottenham Hotspur Stadium er hinn glæsilegasti, og er stærsti völlur félagsliðs í Lundúnum. Ljósmynd/Getty Images

„Við þurftum að ganga úr skugga um að fólk hefði aðgang að miðunum sínum. Og þótt það kunni að hljóma einfalt þá er það meiriháttar mál að koma fólki inn á leikvanginn og felur í sér mörg vandamál. Frá okkar stafræna sjónarhóli snerist allt ferlið um að gera það eins einfalt og þægilegt fyrir stuðningsmenn og mögulegt væri. Þeir áttu að geta nálgast miðana sína þar sem þeir þurftu á því að halda, þeir áttu að geta komist á réttan stað á vellinum í fyrstu tilraun. Það var ótrúlega margt sem þurfti að ganga upp,“ segir Allen og nefnir einnig hversu vandasamt það verk var að tryggja að þráðlausa netið á leikvanginum myndi virka fyrir 62 þúsund manns á sama stað en félagið gerði einnig m.a. ráð fyrir því að fólk gæti í gegnum þráðlausa netið nálgast alls kyns praktískar upplýsingar í gegnum appið sem Tottenham þróaði.

„Við tókum einnig fyrir notkun reiðufjár. Hvert sem þú ferð á vellinum þarftu að vera með snertilaus greiðslukort eða greiðslukort í símanum. Það var stór ákvörðun fyrir klúbbinn sem var aftur á móti á endanum afskaplega farsæl fyrir okkur. Við þurftum auðvitað líka að tryggja það að stuðningsmenn vissu af þessari ráðstöfun og á endanum fór þetta allt saman mjög vel. Við fengum minni raðir og fólk þurfti ekki að telja upp úr kössunum eftir leik.“

Ítarlegt viðtal við Jack Allen má lesa í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK