Viðræðum um sölu á TravelCo að ljúka

Einkaviðræður standa nú yfir við erlendan aðila sem gerði skuldbindandi kauptilboð í ferðaskrifstofusamstæðuna TravelCo, eiganda Heimsferða, Terra Nova á Íslandi auk ferðaskrifstofa í Noregi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð, en vonir standa til að salan geti klárast í lok þess mánaðar. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag.

Til greina kemur hins vegar að íslensku ferðaskrifstofunum, báðum eða annarri, verði haldið fyrir utan kaupin og þær seldar öðrum fjárfestum.

TravelCo var tekið yfir af Arion banka í júní á þessu ári vegna fjárhagserfiðleika og vanefnda við bankann. Á síðasta ársfjórðungi 2018 námu heildartekjur TravelCo um 5,8 milljörðum en mikill meirihluti þeirra tekna kemur til vegna starfsemi utan Íslands.

Ferðaskrif­stof­ur Tra­velCo, áður Prim­vera Tra­vel, töpuðu fimm millj­örðum króna á falli flug­fé­lags­ins Pri­mera Air, að sögn Andra Más Ing­ólfs­son­ar, fyrrverandi eig­anda fé­lag­anna, undir lok síðasta árs.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK