10 mongólsk yurt-tjöld risin milli Gullfoss og Geysis

Yurt-tjöldin eru hin glæsilegustu.
Yurt-tjöldin eru hin glæsilegustu.

Fyrirtækið Náttúra Yurtel ehf. hefur reist og innréttað tíu mongólsk yurt-tjöld á Kjóastöðum 3, miðja vegu milli Gullfoss og Geysis. Að auki hefur fyrirtækið reist tvö samkomutjöld með bar, setustofu, morgunverðarherbergi og eldhúsi.

Steinunn Guðbjörnsdóttir hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Exploring Iceland segir í samtali við ViðskiptaMoggann að yurt-tjöldin komi frá Mongólíu í gegnum Kanada, en þau eru smíðuð af mongólskum fjölskyldum. „Þetta eru ekki fyrstu yurt-tjöldin sem rísa á Íslandi, en þau eru með þeirri nýjung að vera öll með steyptri undirstöðu og gólfhita. Yfirleitt eru yurt-tjöld hituð með kamínu, en gólfhitinn gerir að verkum að þarna inni verður heitt og notalegt allt árið. Auk þess er nýjung að það er salerni og vaskur í hverju tjaldi.“

Ennfremur segir Steinunn að fimm sturtur verði staðsettar í sér húsi, við hliðina á öðru samkomutjaldinu, ásamt viðbótarsalernum.

Eigandi Náttúra Yurtel ehf. er breska fyrirtækið Explore, sem selt hefur ferðir hingað til lands sl. 30 ár, en Exploring Iceland er umboðsaðili þess á Íslandi.

„Þetta kom þannig til að svissneskt móðurfyrirtæki Explore hélt samkeppni um nýsköpun í ferðamennsku hvar í heiminum sem er, og Simon Grove hjá Explore sendi inn þessa hugmynd,“ segir Steinunn. Hún bætir við að grunnhugmynd Grove hafi verið sú „að gera Ísland ódýrt á ný“. „Það er skemmst frá því að segja að þessi hugmynd vann í samkeppninni og Explore fékk góðan styrk til að hrinda þessu í framkvæmd.“

Lesa má umfjöllun um Yurt-tjöldin í ViðskiptaMogganum í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK