Hlutabréf Icelandair og Eimskips féllu í dag

Hlutabréf Icelandair féllu mest eða um 3,2%.
Hlutabréf Icelandair féllu mest eða um 3,2%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við lokun markaða í dag höfðu hlutabréf Eimskips fallið um 3% í tæplega 190 milljóna króna viðskiptum, í gær féllu bréfin um 4,6%. Hlutabréf Eimskips féllu þó ekki mest í dag þar sem bréf Icelandair féllu um 3,2% og námu viðskiptin rétt rúmlega 51 milljónum króna.

Að öðru leiti var jákvæður dagur í Kauphöllinni og voru heildarviðskipti í Kauphöllinni 3,8 milljarðar króna. Þá hækkuðu bréf Origo um 5,4% Símans um 2,7%, Heimavalla um 2,6% og bréf Arion banka um 2,48%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK