Gjaldeyrisvaraforðinn

Gjaldeyrisforðinn stendur í ríflega 838 milljörðum króna um þessar mundir.
Gjaldeyrisforðinn stendur í ríflega 838 milljörðum króna um þessar mundir.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans óx um um 12,4 milljarða króna í októbermánuði og stendur um þessar mundir í 838 milljörðum króna.

Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir hans að frádregnum erlendum skammtímaskuldum, nam 838 milljörðum í lok október, samanborið við 825,7 milljarða í lok septembermánaðar.

Þetta kemur fram í tölum frá Seðlabanka Íslands. Þar kemur einnig fram að nettóútgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríksisjóðs fyrir næstu 12 mánuði séu áætlaðar 0,017 milljarðar króna í lok október.

Mest vistað erlendis

Erlendur gjaldeyrir er langstærstur hluti eigna gjaldeyrisforðans eða 794,4 milljarðar króna. Þar af eru erlend verðbréf 598,8 milljarðar og seðlar og innstæður 195,6 milljarðar. Stærstur hluti innstæðna er vistaður hjá öðrum seðlabönkum, Alþjóðagreiðslubankanum í Basel og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, eða 192,8 milljarðar króna.

Seðlabankinn á gull að andvirði 11,9 milljarða króna.
Seðlabankinn á gull að andvirði 11,9 milljarða króna. Ljósmynd/ISSEI KATO

Af öðrum eignum Seðlabankans má nefna gull sem í dag er verðlagt á 11,9 milljarða króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK