Hagnaður Kviku jókst milli ára

Vel gengur hjá Kviku banka.
Vel gengur hjá Kviku banka. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kvika banki birti árshlutauppgjör fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs eftir lokun markaða í gær. Jókst hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins og nam 1,9 milljörðum króna, en á sama tíma fyrir ári var hann 1,4 milljarðar króna.

Arðsemi eiginfjár bankans var 20,3% og námu hreinar rekstrartekjur alls 5,6 milljörðum króna. Þá nam rekstrarkostnaður bankans 3,9 milljörðum króna. Aukning var í öllum tekjustofnun bankans, en mest jukust fjárfestingatekjur eða um 51%.

Í tilkynningu félagsins í gær segir Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku, að reksturinn hafi gengið vel þegar horft er á fyrstu níu mánuði ársins. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig reksturinn gekk á þriðja ársfjórðungi þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Tekjumyndun bankans hefur verið góð það sem af er ári og vel hefur gengið að halda rekstrarkostnaði á áætlun. Arðsemin er góð og vel umfram langtímamarkmið bankans.”

Þrátt fyrir gott uppgjör bankans í gær lækkaði gengi hlutabréfa hans lítillega við opnun markaða í dag. Nemur lækkunin það sem af er degi 0,55% og stendur gengi bréfanna nú í 10,85 krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK