Afkoma Reita í takt við útgefnar horfur

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. mbl.is/Eggert

Rekstrarhagnaður Reita fasteignafélags hf. nam tæpum 5,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar í dag. Guðjón Auðunsson forstjóri félagsins segi reksturinn hafa gengið vel það sem af er ári, afkoman sé í takt við útgefnar horfur.

Í kynningu félagsins segir einnig að leigutekjur hafi numið 8.767 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem sé vöxtur um 3,7%, eða um 312 milljónir á milli ára.

„Árið hefur að stórum hluta verið nýtt í umbætur á eignasafninu og sést það á mikilli fjárfestingu samhliða tímabundnum samdrætti í nýtingu. Margar fasteignir hafa í smáum og stórum skömmtum gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og nýir leigutakar tekið við umgjörð um atvinnustarfsemi þeirra til langrar framtíðar,“ er haft eftir Guðjóni í tilkynningu fyrirtækisins, sem býður fjárfestum og markaðsaðilum til kynningarfundar á skrifstofu sinni í norðurenda Kringlunnar í fyrramálið kl. 8:30.

Tilkynning Reita til Kauphallar

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK