Saudi Aramco setur markið á 1.700 milljarða dala

Krónprinsinn Mohammed bin Salman vill renna fleiri stoðum undir atvinnulíf …
Krónprinsinn Mohammed bin Salman vill renna fleiri stoðum undir atvinnulíf landsins. Gangi hlutafjárútboð Aramco vel má vænta þess að fleiri félög í ríkiseigu fylgi í kjölfarið. Tekjurnar á að nota til að styrkja aðra geira. AFP

Ríkisolíufyrirtæki Sádi-Arabíu, Saudi Aramco, tilkynnti á sunnudag að það muni setja 1,5% af félaginu á markað, samtals um þrjá milljarða hlutabréfa, og er óskað eftir tilboðum á bilinu 30 til 32 ríöl á hlut. Jafngildir það því að olíurisinn sé 1.600 til 1.700 milljarða dala virði.

Er þetta nokkru lægra verð en stjórnvöld höfðu áður vonast til að fá og hafði krónprinsnn Mohammed bin Salman, sem annast daglega stjórn landsins, greint frá að hann teldi 2.000 milljarða dala sanngjarnt verð fyrir stærsta olíufyrirtæki heims.

Undanfarnar vikur og mánuði hafa bæði innlendir og erlendir markaðsgreinendur verið nokkuð einróma um að 2.000 milljarðar dala væri of hátt mat. Þá hefur ekki hjálpað að órói hefur verið í þessum heimshluta og er þess skemmst að minnast þegar gerð var drónaárás á aðalolíuhreinsunarstöð Aramco í september.

Eins varð morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbúl fyrir rösku ári, ekki til þess að auka velvild erlendra fjárfesta. Þá hafa sumir fjárfestar áhyggjur af að stjórnvöld hafi of mikil afskipti af stefnu og rekstri olíufélagsins.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK