Þorsteinn segir sig úr stjórn Framherja í Færeyjum

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Þorsteinn Már Baldvinsson, einn eigenda Samherja, hefur sagt sig úr stjórn útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum, en Þorsteinn var jafnframt stjórnarformaður félagsins. Frá þessu er greint á færeyska fréttavefnum in.fo. Samherji á fjórðungshlut í félaginu, en það er eitt stærsta útgerðarfélag Færeyinga. Kom Samherji að stofnun þess árið 1994 og gerir það nú út þrjá togara frá Fuglafirði.

Á laugardaginn hafði Vísir eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn myndi segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja. Þorsteinn steig í síðustu viku til hliðar sem forstjóri Samherja í kjölfar þess að starfsemi Samherja kom til skoðunar vegna starfshátta félagsins í Namibíu og meintra mútugreiðslna sem Kveikur sagði frá í síðustu viku.

Á vef in.fo kemur fram að Árni Absalonsen hafi komið inn í stjórnina í stað Þorsteins og þá hafi Elisabeth D. Eldevig Olsen verið skipuð stjórnarformaður Framherja.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK