Björgólfur víkur tímabundið úr stjórn Sjóvá

Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson. mbl.is/​Hari

Á stjórnarfundi Sjóvá-Almennra trygginga hf. í dag tilkynnti Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður, stjórn félagsins um þá ákvörðun sína að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá vegna anna.

Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður, mun taka við stjórnarformennsku í stað Björgólfs. Þá mun Erna Gísladóttir, varamaður í stjórn Sjóvá, taka sæti í stjórn félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. 

Eins og fram hefur komið, þá hefur Björgólf­ur tekið tíma­bundið við stöðu for­stjóra Sam­herja.

Greint var frá því í síðustu viku að for­stjóri og stjórn Sam­herja hefðu kom­ist að sam­komu­lagi um að for­stjóri fé­lags­ins, Þor­steinn Már Bald­vins­son, myndi sti´ga tíma­bundið til hliðar þar til helstu niður­stöður yf­ir­stand­andi innri rann­sókn­ar á ætluðum brot­um dótt­ur­fé­lags í Namib­íu liggja fyr­ir. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK